Er hroki í boðskap Seðlabankans?

 

Þessi vika hófst með því að mótmælaboðskapur fólksins hljómaði neðan frá Austurvelli. Um miðja vikuna kom svo stýrivaxtaboðskapur Seðlabankans ofan af Arnarhóli. Skilaboðin voru þó harla ólík.
Lesa meira →

7. November 2014

Gamla Ísland, óskalandið, hvenær kemur þú?

 

Í vikunni birtust þær góðu fréttir í hagskýrslum að á þessu ári hefði kaupmáttur launa aukist meir en í annan tíma. Frá þingi ASÍ hljómuðu svo tíðindi af öðru tagi: Annars vegar þau að tilraun til hófsamra kjarasamninga hefði mistekist. Hins vegar þau að launamenn þyrftu nú að vígbúast til varnar fólskulegustu árás ríkisvaldsins í áratugi.
Lesa meira →

24. October 2014

Glíma ráðherra við kerfisbreytingar

Leiðin að því marki að Ísland geti staðið jafnfætis öðrum Norðurlöndum þegar horft er til kjara og velferðar liggur í gegnum umfangsmiklar kerfisbreytingar í þjóðarbúskapnum. Helsti veikleiki ríkisstjórnarinnar er sá að hún virðist ekki hafa náð saman um heildarstefnu til að feta sig eftir að því marki. Peningamálin og utanríkisstefnan eru þar helst Þrándur í Götu.
Lesa meira →

17. October 2014

“Nógu oft og nógu lengi”

 

„ Nógu oft og nógu lengi“

„Ég hef í þessu erindi reynt að gera nokkra grein fyrir því hversu oft og hversu lengi við erum búnir að hika og bíða í þessum málum. Ég held að það sé orðið nógu oft og nógu lengi.“
Lesa meira →

10. October 2014

Viðreisn Landspítalans

 

Viðreisn Landspítalans

Sú fjölskylda er tæpast til í landinu sem ekki stendur með einhverjum hætti í þakkarskuld við Landspítalann. Umræður um málefni hans eru því einatt blandnar ríkum tilfinningum. Það er bæði kostur og galli.

Vel má vera að fjölmiðlaumræða um málefni Landspítalans nái eyrum almennings betur en margt annað vegna sterkra tilfinningatengsla. Vandinn er á hinn bóginn sá að úrlausn viðfangsefnanna verður ekki slitin frá þeim kalda efnahagslega veruleika sem við búum við á hverjum tíma.
Lesa meira →

3. October 2014

Flókin pólitísk staða

Það var einstæður atburður þegar ríkissaksóknari ákærði aðstoðarmann innanríkisráðherra fyrir leka á persónuupplýsingum. Sekt hans hefur þó ekki verið sönnuð með því. Og ekki er sjálfgefið að ákæruvaldinu takist að sýna með óyggjandi hætti fram á sekt fyrir dómi. Lögfræðilega hlið málsins er því ekki einföld.

En pólitíska hliðin er þó enn flóknari. Viðbrögð innanríkisráðherra, forystumanna ríkisstjórnarinnar og leiðtoga stjórnarandstöðunnar sýna það glöggt. Eins og sakir standa má reikna með að ríkisstjórnin verði í varnarstöðu vegna þessa máls í talsverðan tíma.
Lesa meira →

10. September 2014

Gamla Ísland

Verkföll, vinnustöðvanir, skærur, stöðvun samgangna, áætlun um þjóðartekjur í uppnámi og ákvarðanir Alþingis að banna verkföll með lögum. Þetta hefur verið efni fyrirsagna fjölmiðla upp á síðkastið. Hagnýtasta myndefni sjónvarpsstöðvanna eru dagatöl sem sýna vinnustöðvanir framundan.

Fyrir unga fólkið í landinu er þetta ný upplifun og hugsanlega spennandi. Kannski er það svo að einhverjir sjái þetta sem leið til að fá hjól framfaranna til að snúast. Fyrir hina sem muna verðbólguárin er aftur á móti engu líkara en gamla Ísland sé komið til baka. Það er ekki spennandi tilhugsun.
Lesa meira →

5. September 2014

Breytt valdakerfi

Valdakerfi hvers samfélags byggist að miklu leyti á stjórnmálaflokkum og hagsmunasamtökum. Skoðanakannanir og kosningaúrslit síðustu ára sýna að pólitískt mynstur er að breytast. Þetta kemur fram í tvennu: Ný styrkleikahlutföll milli hefðbundnu stjórnmálaflokkanna eru að festast í ákveðnu fari og tengsl þeirra og hagsmunasamtaka hafa að ákveðnu marki raknað upp.

Lifandi tengsl stjórnmála og hagsmunasamtaka þurfa ekki að vera slæm. Þvert á móti geta þau verið mikilvæg forsenda fyrir nægjanlega djúpri og víðsýnni málefnalegri umræðu í samfélaginu. Þessi tengsl eru því aðeins hættuleg þegar þau leiða til þess að ákvarðanir á vettvangi stjórnmálanna mótast af afmörkuðum og þröngum hagsmunum.
Lesa meira →

Íhugun flokkanna

Um síðustu helgi hélt Sjálfstæðisflokkurinn landsfund sem upphaflega var boðað til í þeim tilgangi einum að kjósa varaformann. Rríkisstjórnarflokkarnir héldu flokksráðs- eða flokksstjórnarfundi. Eftir kosningarnar á dögunum lýstu talsmenn allra flokkanna yfir því að þeir myndu taka þau skilaboð sem úrslitin sýndu til alvarlegrar íhugunar.
Rétt er að meta fundi flokkanna í þessu ljósi. Báru þeir vott um að boðuð íhugun á skilaboðunum hefði átt sér stað? Í því samhengi vakti sérstaka athygli að forystuflokkur ríkisstjórnarinnar sendi engin merki til kjósenda um að hann vildi beita sér fyrir því að leysa þá málefnakreppu sem fjötrað hefur stjórnarsamstarfið og viðreisn efnahagslífsins.
Sá ríkisstjórnarflokkanna sem ábyrgð ber á ríkisfjármálunum taldi ekki nauðsynlegt að skýra þá óvissu sem ríkir um framhald ríkisfjármálaaðgerðanna. Hann taldi heldur ekki þörf á að skýra fyrir kjósendum hvernig málefnaleg stjórnarkreppa á að fæða af sér hagvöxt og stöðugleika í íslensku efnahagslífi.
Lesa meira →