Markaðslausnir í sjávarútvegi

 

Allar tilraunir til breytinga á stjórnkerfi fiskveiða eru líklegar til að valda deilum. Það leiðir af sjálfu sér þegar menn hafa margslungna hagsmuni á annað borðið en takmarkaða auðlind á hitt. Helsti vandinn er sá að mönnum hættir til að setja fram of mörg ósamrýmanleg markmið.
Lesa meira →

30. January 2015

Hví má þjóðin ekki ráða för?

Forsætisráðherra hefur ákveðið að ríkisstjórn hans skuli hvað sem það kostar ganga á hólm við mikinn meirihluta fólksins í landinu og afturkalla aðildarumsóknina að Evrópusambandinu án þjóðaratkvæðis. En hví má þjóðin ekki ráða för í þessu stóra máli?
Lesa meira →

23. January 2015

Skipstjóri án áttavita

 

Sú persónulega gagnrýni sem forsætisráðherra hefur sætt fyrir að hafa ekki tekið þátt samstöðugöngunni í París um síðustu helgi er um sumt ómakleg. Ákvörðun hans varpar á hinn bóginn ljósi á hættulega veikleika í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar.
Lesa meira →

16. January 2015

Taflstaða Sjálfstæðisflokksins þrengist

 

Forsætisráðherra rauf þögnina um utanríkismálin um síðustu helgi með því að boða nýja tillögu um afturköllun aðildarumsóknarinnar að Evrópusambandinu. Það merkir að í stað hlés á viðræðum verður þeim formlega slitið.
Lesa meira →

9. January 2015

Þreföld áramótaklípa

Þverstæðurnar sem við stöndum andspænis við þessi áramót endurspeglast ágætlega í vali Frjálsrar verslunar og Fréttablaðsins á mönnum sem sköruðu framúr í atvinnulífinu á liðnu ári.
Lesa meira →

2. January 2015

Óhefðbundið ráðherraval

Val á nýjum ráðherrum segir jafnan sína sögu um straumfallið í pólitíkinni. Skipan nýs innanríkisráðherra í gær er engin undantekning frá þeirri reglu. Mestu skiptir vitaskuld að til þessa hlutverks valdist einstaklingur sem er hvort tveggja velhæfur og vandur að virðingu sinni.
Lesa meira →

5. December 2014

“Ef til kemur” pólitíkin

 

Um þessar mundir eru pólitísk og efnahagsleg umbrot í heiminum meiri en verið hefur um langt skeið. Mikið er í húfi fyrir Ísland. Einu gildir í því efni hvort litið er til öryggismála, efnahagslegs samstarfs eða viðskiptatækifæra.
Lesa meira →

21. November 2014

Er ánægjuvísitalan besti áttavitinn?

 

Óumdeilt er að ríkisstjórnin hefur sett heimsmet í niðurgreiðslu á verðbólgu húsnæðislána liðins tíma. Forsætisráðherra mælti á Alþingi í vikunni fyrir skýrslu um málið eftir að umsækjendur höfðu fengið svör um hvað kom í hlut hvers og eins. Mat hans á mikilvægi aðgerðanna var hins vegar mjög misvísandi.
Lesa meira →

14. November 2014