Fljót framfaranna verður ekki stíflað

 

  Fljót framfaranna verður ekki stíflað, ræða á iðnþingi 6. mars 2014

Reiptog ólíkra hagsmuna leiðir stundum til stöðnunar. En sagan sýnir einnig að í því má oft sjá fyrstu vísa að framvindu hlutanna. Og við þekkjum að stundum verða þeir að miklu hreyfiafli.
Lesa meira →

7. March 2014

Nýsköpun í “gósenlandi”

Þorsteinn Pálsson:
Ræða á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins 6. mars 2013
Nýsköpun í „gósenlandi“

 

Fyrir sextíu árum og einu betur fór Halldór Laxness um dönsku landamærin yfir til Svíþjóðar. Honum var vísað frá þeim dyrum sem aðrir Norðurlandabúar fóru hindrunarlaust um, án þess að fá í vegabréf sín stimpil eftirlitsmanna og handhafa fullveldisréttar ríkisins.
Lesa meira →

28. March 2013

Þrándur í Götu hefur ekki hlutverk hér

Þorsteinn Pálsson:
Evrópusambandið og sjávarútvegurinn.
Sjávarútvegsráðstefnan 14. október 2011.
              

Þrándur í Götu hefur ekki hlutverk hér

 Áhöld um aðild Íslands að Evrópusambandinu lúta að víðtækari hagsmunum en svo að unnt sé að meta þau út frá einu tilteknu sjónarhorni. Hér er verið að fjalla um pólitíska- og efnahagslega stöðu Íslands í heimi mikilla og örra breytinga. Sjávarútvegurinn þarf því að horfa á viðfangsefnið með þjóðinni allri.

Lesa meira →

24. October 2011

Áhrif valdheimilda forsetans á þingræðið

Þorsteinn Pálsson:
Áhrif valdheimilda forsetans á þingræðið
Erindi á lagadeginum 6. maí 2011

 

Stjórnarskráin gerir ráð fyrir ákveðnu samspili valdheimilda forseta Íslands og Alþingis. Spurningin sem mér er ætlað að svara er hver áhrif beiting valdheimilda forsetans hefur haft á þingræðið. Svarið er skýrt: Þau voru engin á síðustu öld en býsna mikil á fyrstu árum þessarar aldar.
Lesa meira →

28. May 2011

Nútíminn í ljósi baráttu Jóns Sigurðssonar fyrir fullveldi og viðskiptafrelsi

Þorsteinn Pálsson:
Nútíminn í ljósi baráttu Jóns Sigurðssonar fyrir fullveldi og viðskiptafrelsi.
Ráðstefna Samtaka atvinnulífsins á Akureyri 25. mars 2011

 

Hvað er að vera Íslendingur. Ég á satt best að segja ekkert einhlítt svar við þeirri spurningu. Hvað sem því líður hafa Íslendingar verið í eins konar sjálfhverfri íhugun allt frá hruni krónunnar og falli bankanna. Sú æfing sýnist þó fremur hafa haft þann tilgang að skilgreina hvernig við erum öðruvísi en aðrar þjóðir en að finna út hverjir við erum og hverjir við viljum vera.
Lesa meira →

28. March 2011

Skortur á íhaldssamri hugsun

Þorsteinn Pálsson:
Ræða á ráðstefnu Íslandsbanka 1. október 2010.

 

Fyrir ári ákvað meirihluti Alþingis að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Í núverandi ríkisstjórn sitja tveir stjórnmálaflokkar. Báðir greiddu atkvæði með.
Lesa meira →

28. October 2010

Hófsemdarstefnan

Þorsteinn Pálsson:

Hófsemdarstefnan  

Ræða á fundi Félags atvinnurekenda 6. okt. 2010.

 

Öndvert við kenningu þjóðskáldsins fengu þeir að njóta eldanna frá Austurvelli í fyrrakvöld sem fyrstir kveiktu þá. En er það svo að allir þeir sem á Alþingi sitja séu óhæfir? Hugsar engin þar um þjóðarhag?

Er hitt hugsanlegt að rætur vandans séu dýpri en einföld svör við spurningum af þessu tagi veita? Má vera að við höfum ekki fundið hugmyndafræðilega fótfestu til að standa á þegar við sækjum fram og þegar við þurfum að verjast áföllum?
Lesa meira →

12. October 2010

Moldin hefur sáL

Þorsteinn Pálsson:
Ávarp á Þingvöllum 28. ágúst 2010.
Skógræktarfélag Íslands 80 ára.

 

 

Íslensku skógræktarmenn.

„Hér hefur steinninn  mannamál og moldin sál.“

Þannig skynjaði þjóðskáldið Davíð Stefánsson Þingvelli, þennan stað, sem kynslóðir Íslendinga hafa gert að helgum reit hjartans; og við, hvert fyrir sig og öll saman, virðum umfram aðra á þeirri móður jörð sem fóstrar okkur í blíðu og stríðu.
Lesa meira →

28. August 2010

Þegar Bör Börson endurholdgaðist

Þorsteinn Pálsson:
Ris og fall krónunnar og bankanna
Ræða á starfsmannaráðstefnu Landsbankans, 24. ágúst 2010

 

 

Þeir þættir í mannlegu eðli sem orsökuðu íslenska Hrunið eru sígilt viðfangsefni og fjarri því að vera sér íslenskir.

Í skáldsögu sinni um Bör Börson, krambúð hans og Sparisjóð Öldurdæla leiddi norski rithöfundurinn Johan Falkberget hugann að mörgum þeim sömu mannlegu brestum sem við sjáum í minna skáldlegri framsetningu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Lesa meira →

Í hjúskap með þjóðinni

Þorsteinn Pálsson:
Vigdís Finnbogadóttir á forsetastóli
Ræða hjá Rótarýklúbbi Miðborgar 26.04.10

 

 

 

Vigdís Finnbogadóttir á áttatíu ár að baki um þessar mundir. Hér á að ræða forsetaferil hennar af því tilefni. Þá liggur fyrst fyrir að spyrja: Hvað var það fólk að hugsa sem greiddi henni atkvæði sunnudaginn 29. júní 1980?

Lesa meira →

28. April 2010