Stjórnskipuleg tímaskekkja

Stjórnskipuleg tímaskekkja, grein í Sögu, vor 2010

Uppistaðan í stjórnarskrá lýðveldisins er stjórnarskráin frá 1874 sem konungi þóknaðist af mildi sinni að gefa þjóðinni. Ívafið eru breytingar sem síðan hafa verið gerðar.
Lesa meira →

7. March 2010

Geta Íslendinagar gert nokkuð annað en elska Dani?

Þorsteinn Pálsson:
Geta Íslendingar gert nokkuð annað en elska Dani?
Kveðjuræða í Dansk islandsk samfund, 5. okt. 2005.

 

 

Fyrir nokkrum vikum var haldin íslensk kvikmyndavika hér í Kaupmannahöfn. Sá atburður er ekki í frásögu færandi hér nema fyrir þá sök að í hléinu rakst ég á Steen Lindholm formann Dansk islandsk samfund. Ég hafði fyrir löngu lofað að skjóta að honum yfirskrift á þau fátæklegu orð sem ég hafði áður með ljúfu geði fallist á að flytja hér í dag. Þarna í hléinu á kvikmyndavikunni spurði formaðurinn svo hæverkslega hvort yfirskriftin færi ekki að koma því nú þyrfti að senda út fundarboð.
Lesa meira →

28. October 2009

Þjóðkirkjan og lýðræðið

Þorsteinn Pálsson:
Þjóðkirkjan og lýðræðið.
Ræða í Skálholti 23. ágúst 2009.

 

 

 

Hver sá sem gengur í hlað á Skálholti tengist eins og ósjálfrátt mikilli sögu. Hún endurspeglar trú, menningu og vald í aldanna rás. Hér er því kjörinn staður til að ræða stöðu þjóðkirkjunnar í samhengi við ríkjandi hugmyndir um lýðræði í samfélagi nútímans.

Lesa meira →

28. August 2009

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Þorsteinn Pálsson:
Samfélagsleg ábyrg fyrirtækja.
Ræða á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík, 15. nóvember 2006.

 

Það er góð spurning sem hér er varpað fram. Hún er ekki aðeins góð í þeirri merkingu að vera forvitnileg. Hún er góð fyrir það að vera öðruvísi og svolítið úr takt við tíðarandann.

 

Nú um stundir eru ýmis önnur orð meir í tísku en hugtök eins og ábyrgð og skyldur. Hitt gellur á hverjum degi hver eru réttindi manna. Og fram til þessa hefur það verið áhugaverðara að halda ráðstefnur um allt það sem menn geta með góðri samvisku sagt að réttur þeirra standi til.
Lesa meira →

28. November 2006

Endurskoðun stjórnarskrárinnar

 

 

Þorsteinn Pálsson:
Nokkur álitaefni varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Grein um tillögur höfundar í stjórnarskrárnefnd 2005 til 2007, Bifröst, rit lagadeildar Haskólans á Bifröst, 2006

Í byrjun árs 2005 skipaði forsætisráðherra nefnd til þess að takast á hendur endurskoðun stjórnarskrárinnar. Frá lýðveldisstofnun hafa áður nokkrar nefndir fengið það verkefni að koma fram með heildarendurskoðun á stjórnarskránni frá 1944. Enginn þeirra kom sér saman um heildstæðar tillögur í þeim efnum. En á sama tíma hafa sex sinnum verið gerðar breytingar, er lúta að afmörkuðum þáttum stjórnarskrárinnar. Í þremur tilvikum var þar um að ræða breytingar á kjördæmaskipan og kosningareglum. Í einu tilviki var um að ræða lækkun kosningaldurs. Í einu tilviki var um að ræða breytingar á starfsháttum Alþingis og sameiningu þess í eina málstofu. Og í einu tilviki var um að ræða breytingar og viðauka við mannréttindaákvæðin.

Lesa meira →

29. September 2006

Auðnuafl

 

Þorsteinn Pálsson:
Ávarp á sjómannadaginn 2002 á Ísafirði  í tilefni 100 ára afmælis vélbátaútgerðar á Íslandi.

 

 

Auðnuafl. Hvaða annað orð fær lýst þeim atburði, sem við minnumst hér í dag? Hundrað ár, ein öld, er í sjálfu sér ekki langur tími í sögulegu tilliti. En sá tími er nú liðinn síðan Árni Gíslason ýtti hér úr vör nýjum tíma í atvinnusögu Íslendinga.
Lesa meira →

28. June 2002